Fara í efni

Marta Nordal kenndi nemendum á sviðslistabraut MA

Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar hélt fyrirlestur um leiklistarsögu fyrir þriðja árs nemendur á sviðslistabraut Menntaskólans á Akureyri í gær.

„Við hjá LA erum gríðarlega stolt af samstarfi okkar við sviðslistabraut MA og fá þannig tækifæri til að miðla leikhúsþekkingu okkar til nemenda,“ segir Marta.

Sviðslistabraut MA er unnin í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar og er ætlað að veita nemendum innsýn í töfraheima sviðslistanna.

Til baka