Fara í efni

Málstofa í Sigurhæðum

Í tilefni af frumsýningu á Skugga Svein eftir Matthías Jochumsson býður Leikfélag Akureyrar, Flóra menningarhús og Símenntun Háskólans á Akureyri til málstofu á Sigurhæðum fimmtudaginn 17. febrúar. 

Málstofan hefst klukkan 17 og stendur til 18:30. Umræður og umfjöllun um verkið og þjóðskáldið en 100 ár voru árið 2020 frá andláti Matthíasar.

DAGSKRÁ

  • Kristín Þóra Kjartansdóttir - húsið Sigurhæðir, listamaðurinn Matthías og fjölskylda.

  • Jón Gnarr - sjálfur Skugga Sveinn, útilegumennirnir í verkinu með hliðsjón af hugtakinu útilokunarmenning (cancel culture) nútímans.

  • Björgvin Franz, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Árni Beinteinn - tónlist.

  • Marta Nordal leikhússtjóri og leikstjóri verksins - umræður.

Gengið er að Sigurhæðum frá miðjum kirkjutröppum.

Takmarkað sætapláss. Skráning fer fram hér.

Til baka