Fara í efni

Lokasýning, jóga og Bugsý Malón

Sýningum á Kabarett lýkur um helgina. Myndina tók Auðunn Níelsson.
Sýningum á Kabarett lýkur um helgina. Myndina tók Auðunn Níelsson.

Það er heldur betur fjölbreytt og skemmtileg helgi framundan hjá Menningarfélagi Akureyrar. Lokasýningar Leikfélags Akureyrar af söngleiknum Kabarett fara fram á föstudags- og laugardagskvöld en síðasta sýningin verður sú 27. í röðinni. Þeim, sem ekki ætla sér að missa af Kabarett, er bent á að hafa hraðar hendur því óðum er að seljast upp á þessa lokahelgi.

Á föstudagskvöldið frumsýnir Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri söngleikinn Bugsý Malón í Hofi. Leikritið er gert upp úr kvikmynd sem kom út árið 1976 og naut gífurlegra vinsælda þar sem börn voru í öllum helstu hlutverkum. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og aðstoðarleikstjóri er Jokka Birnudóttir.

Á sunnudaginn verður svo notalegur Barnamorgunn þar sem öll fjölskyldan getur komið saman í skemmtilega jógaleiki og slökun. Tvær tímasetningar eru í boði, klukkan 11 og 13. Ekkert þátttökugjald er á barnamorgnum.

 

Til baka