Fara í efni

Lokasýning á Tæringu í kvöld

Myndir: María Kjartans
Myndir: María Kjartans

Lokasýning af sviðslistaverkinu Tæring fer fram á Hælinu setri um sögu berklanna í kvöld. Aðrar sýningar falla niður vegna nýrra reglna um hertar aðgerðir. Leikfélag Akureyrar þakkar áhorfendum fyrir frábærar viðtökur en sýningin hefur einnig fengið fyrirtaks dóma gagnrýnenda.

Listrænir sjórnendur sýningarinnar eru Vala Ómarsdóttir leikstjóri, Vilhjálmur B. Bragason leikskáld, Auður Ösp Guðmundsdóttir leikmynda- og búningahönnuður, María Kjartansdóttir vídeólistakona og ljósmyndari og Biggi Hilmars tónlistarmaður. Á meðal leikara eru Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn og Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Verkefnið hlaut styrk í aukaúthlutun Leiklistarráðs í vor og styrk úr Sóknaráætlun og er samstarfsverkefni Hælisins seturs um sögu berklanna og Leikfélags Akureyrar.

Til baka