Fara í efni

Ljúfir tónar og lúðrasveit í Hofi

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Framundan eru fjölbreyttir tónleikar í Hömrum í Hofi. Í kvöld, 7. júní, kemur tónlistarparið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson fram, ásamt hinum góðkunna Valmari Valjaots, á tónleikum sem eru hluti af tónleikaröð þeirra, Hamskipti. Á boðstólunum verður fjölbreytt tónlist, allt frá klassík til þungarokks, sögur og sálfræðilegar pælingar um samskipti fólks og áhrif tónlistar á lífið.

Á laugardaginn, 9. júní, kemur Lúðrasveit Þorlákshafnar svo í heimsókn í Hof og flytur valin lög úr smiðju Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Hinn ástsæli söngvari Dimmu, Stefán Jakobsson, mun syngja lögin en Magnús sjálfur segir sögurnar á bakvið þau, auk þess að taka lagið.

Til baka