Ljúfir lýrutónar í Hofi

Inga Björk Ingadóttir kemur fram á öðrum tónleikum nýrrar klassískrar tónleikaraðar KÍTÓN annað kvöld, þriðjudaginn 15. maí, í Hofi.

Inga Björk syngur og leikur á lýru, bæði eigin lög og eins hefur hún útsett sérstaklega fyrir lýruna lög eftir íslenskar og erlendar tónlistarkonur. Lýran er eitt af elstu þekktu strengjahljóðfærunum og er notuð til tónlistarsköpunar, meðferðar og kennslu um allan heim. Inga Björk hefur einmitt lokið námi í tónlistarmeðferð og kynntist lýrunni í náminu. Auk þess að starfa við tónlistarmeðferð hér heima og erlendis hefur hún reglulega komið fram og flutt sína tónlist, auk þess að semja tónlist fyrir leikverk, dansverk og brúðuleikhús í Þýskalandi.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði og Tónlistarsjóði Hofs og Samkomuhússins.