Lífleg helgi framundan

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Menningarfélag Akureyrar býður upp á fjölmarga spennandi viðburði um helgina. Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður söngleikurinn Kabarett sýndur í Samkomuhúsinu en sýningar eru einnig föstudags- og laugardagskvöld. Vegna góðra viðbragðra hefur verið bætt við fleiri sýningum af Kabarett. Sýnt verður út nóvember, milli jóla og nýjárs og á nýju ári.

A-Gjörningahátíð fer fram í Hofi á föstudag og laugardag en boðið verður upp á spennandi dansgjörninga. Á laugardagskvöldið mun Skonrokk ríða á vaðið en hópurinn hefur algjörlega slegið í gegn og fest sig í sessi sem ein magnaðasta rokksveit landsins.

Á sunnudaginn sýnir Litla kompaníið stuttmyndina Saman og saman en myndin fjallar um tvær eldri systur á Akureyri. Með helstu hlutverk fara Sunna Borg, Saga Jónsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Enginn aðgangseyrir er á myndina.

Fyrir utan allt þetta verður POP-UP kvennakvöld í versluninni Kistu í horninu í Hofi á föstudagskvöldið og því ljóst að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi af öllu því fjölbreytta framboði sem MAk býður upp á um helgina.