Fara í efni

Djass og drekkutími

Það verður líf og fjör á BARR Kaffihúsi í Hofi á morgun, föstudag, þegar Undirleikararnir halda uppi stuðinu. Lifandi tónlist og drykkir á góðu veðri og ekki spillir að veðurspáin er frábær!

Undirleikararnir er kvartett út FÍH sem sérhæfir sig í notalegri djasstónlist en taka einnig að sér ýmis verkefni sem ná út fyrir djassinn. Kvartettinn er hliðarverkefni nokkurra meðlima hljómsveitarinnar Piparkorns sem unnu Hljómsveit Fólksins á Músíktilraunum 2021. Undirleikararnir hafa verið starfandi í nokkur ár og spilað ljúfa djasstóna við ýmis tilefni,

Drekkutími hjá BARR er frá 15-18 en djassinn hefst klukkan 16. Allir velkomnir.

Hljómsveitaskipan:

Gunnar Hinrik Hafsteinsson, bassi

Guðjón Steinn Skúlason, saxófónn

Magnús Þór Sveinsson, píanó

Þorsteinn Jónsson, trommur

Til baka