Fara í efni

Leit að nýjum rekstraraðila

Menningarfélag Akureyrar leitar að nýjum rekstraraðila til að sjá um veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi frá og með 1. nóvember 2019.

Menningarhúsið Hof er staðsett í miðbæ Akureyrar og er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Í Hofi fer fram metnaðarfullt menningarstarf, þar er Menningarfélag Akureyrar með skrifstofur sínar og starfsemi ásamt Tónlistarskólanum á Akureyri, upplýsingamiðstöð ferðamanna og hönnunarversluninni Kistu.

Í Hofi er glæsileg aðstaða fyrir tónleika, veislur, fundi og ráðstefnur. Þar er fullbúið eldhús og góð aðstaða til veitingareksturs. Úr veitingarýminu er fallegt útsýni til suðurs yfir Pollinn. Árlegur fjöldi gesta í húsið er á fjórða hundrað þúsund.

 

Kröfur til rekstraraðila:

Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.

Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum, fundum og öðrum viðburðum sem fram fara í Hofi.

Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi.

Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi. Í umsókninni eiga að koma fram hugmyndir og framtíðarsýn umsækjenda á veitingarekstur í Hofi.

Upplýsingar veitir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, thuridur@mak.is

Umsóknir sendist fyrir 30. ágúst á netfangið umsoknir@mak.is

Til baka