Fara í efni

Leikskrá Galdragáttarinnar er hér

Fjölskyldusýningin Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist verður frumsýnd á morgun, laugardag, í Samkomuhúsinu. Hér er leikskrá sýningarinnar. 

Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist er ný íslensk og æsispennandi fjölskyldusýning sem sýnir kunnuglegar og áður óþekktar þjóðsagnapersónur á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Sýningin er ætluð sex ára og eldri. Yngri áhorfendur eru á ábyrgð foreldra.

 

Sýningin er úr smiðju Umskiptinga, í leikstjórn Agnesar Wild og stútfullt af skemmtilegri tónlist eftir norðlenska dúóið Vandræðaskáld. Verkefnið hlaut styrk Leiklistarráðs og listamannalaun. Samstarf Leikfélags Akureyrar og Umskiptinga.

 

Til baka