Fara í efni

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefst 19. september - Kennsla fer fram í Hofi

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar fer fram með breyttu sniði í vetur og býður upp á markvissara nám í leiklist fyrir börn í 2.-10. bekk grunnskólanna. Skráning fer fram á Sportabler.

Markmið skólans er að þjálfa nemendur í grunnatriðum leiklistar auk þess að þau kynnist sjálfum sér betur, mannlegu eðli og samfélaginu. Þar að auki læra þau aga, umburðarlyndi og tillitssemi í gegnum hópavinnu sem snýr að sameiginlegu markmiði þátttakenda. Þá verður unnið að því að bæta sjálfsöryggi þeirra og finna styrkleika hvers nemanda.

Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Sköpun – Samvinna.

Skólaárið skiptist í tvær 12 vikna annir, haustönn og vorönn. Á fyrri önn er lögð áhersla á að styrkja undirstöður í leiklist hjá nemendum og seinni önn fer í að æfa fyrir lokadag eða lokasýningu deildarinnar.

Haustönn 2022 hefst 19. september og lýkur 16. desember.

Vorönn 2023 hefst 23. janúar og lýkur 5. maí.

Kennsla fer fram í Hofi þar sem verið er að vinna í nýju rými fyrir Leiklistarskólann.

Við hlökkum til að hitta fyrrum og nýja nemendur við nýtt upphaf Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Ef einhverjar spurningar eru má senda póst á lla@mak.is

Skólastjóri Leiklistarskólans er Jenný Lára Arnórsdóttir.

Til baka