Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna hefst 21. október!
Hið geysivinsæla leiklistarnámskeið fyrir fullorðna sem Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar stendur fyrir hefst aftur 21. október!
Um er að ræða tvö námskeið, byrjendanámskeið annarsvegar og framhaldsnámskeið hinsvegar.
Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl undanfarið og fyllist hratt í þau. Góður félagsskapur og fullkomið tækifæri til að fara örlítið út fyrir þægindarammann og stökkva á tækifærin!
Á byrjendanámskeiðinu sem kennt verður þriðjudaga frá kl 19:30-21:30 21. okt-18. nóv, verður farið í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindarammann og virkja ímyndunaraflið. Unnið verður með virkt ímyndunarafl og innri heima persóna.
Á framhaldsnámskeiðinu sem kennt verður miðvikudaga frá kl 19:30-21:30 22. okt-19. nóv, verður farið í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindarammann og virkja ímyndunaraflið. Kennt verður einfalt kerfi sem hjálpar til við að skýra upplifanir og viðbrögð skáldaðra persóna. Kerfið nýtist bæði í textagreiningum og spuna og er frábær grunnur bæði fyrir leikara, höfunda og alla þá sem hafa áhuga á frásagnarlist.
Það ættu því öll að finna eitthvað fyrir sig og við hvetjum öll til að skella sér á þetta skemmtilega námskeið!
Kennari er Sesselía Ólafs og kennsla fer fram í Undirheimum, æfingarsvæði Leiklistarskólans í Menningarhúsinu Hofi.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér: www.abler.io/shop/mak en ef einhverjar spurningar vakna er einnig hægt að senda póst á lla@mak.is