Fara í efni

Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir 18 ára og eldri, byrjendur sem og lengra komna! 

Fjöldatakmörkun er á námskeiðið og því á það til að fyllast fljótt. Ekki hika, skráðu þig strax!

​Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið. Vala Fannell mun leiða námskeiðið að þessu sinni. Kennt verður í nýju rými Leiklistarskólans í Hofi.

Kennt er á mánudögum frá 20-22. Fyrsti kennsludagur er 17. október. Verð 42 þúsund. 

Mikið fjör er á námskeiðinu en þetta höfðu þátttakendur um það að segja:

„Svo skemmtilegt! Mæli með þessu fyrir alla!“

„Ótrúlega gaman og frábærir kennarar!“

„Að fara út fyrir þægindarammann er hollt og gott fyrir sálina.“

„Mæli hiklaust með leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna hjá LLA.“

 

Skráning fer fram í gegnum sportabler en hægt er að senda póst á lla@mak.is fyrir upplýsingar.

Til baka