Fara í efni

Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna

Skráning er hafin í Fullorðin námskeið Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar! 

„Fullorðins námskeiðin okkar slógu í gegn í vor og nú endurtökum við leikinn í nýjum og glæsilegum salarkynnum DSA að Glerárgötu 28,“

segir María Pálsdóttir skólastjóri LLA. 

Byrjendanámskeiðið hefst 20. september og verður kennt á mánudagskvöldum frá 20:00-22:00 fimm mánudagskvöld í röð. Kennarar Kolbrún Lilja Guðnadóttir og Pétur Guðjónsson.

Framhaldsnámskeiðið byrjar svo 1. nóvember og verður kennt á sama tíma fimm mánudagskvöld í röð. Kennarar Kolbrún Lilja Guðnadóttir og Vala Fannell

Skráning fer fram hér :

https://www.sportabler.com/shop/mak

 

Til baka