Leikhússtjóri segir upp störfum.

Stjórn og framkvæmdastjóra MAk hefur borist uppsögn frá Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Uppsögnin er af faglegum og persónulegum ástæðum. Stjórn hefur samið við Jón Pál um að hann klári yfirstandandi leikár. Stjórn þakkar Jóni Páli fyrir vel unnin störf og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir LA og MAk.