Leikfélag VMA sýnir í Hofi
			
					18.01.2019			
	
	Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri mætir með söngleikinn Bugsý Malón í Menningarhúsið Hof í febrúar.
Bugsý Malón, eftir Alan Parker, gerist um 1920 í Brooklyn og fjallar um Bugsý Malón sem lendir í rosalegum ævintýrum eftir að hann gengur til liðs við gengi Samma feita sem rekur leynibar á svæðinu.
Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson en aðstoðarleikstjóri er Jokka G. Birnudóttir. Um tónlistina sér Haukur Sindri Karlsson, um búninga Elísabet Ása Eggerz en þýðingin er eftir Davíð Þór Jónsson. Með aðal hlutverk fara m.a. Freysteinn Sverrisson og Bergvin Þórir Bernharðsson.
Söngleikurinn er frumsýndur 8. febrúar.
