Fara í efni

Leikfélag VMA mætt í Hof

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri sýnir leikverkið Tröll í Hamraborg í Hofi í febrúar. Verkinu er leikstýrt af Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur. Innblásturinn kom frá frægu myndinni Trolls sem var gefin út árið 2016. Þær Kolbrún og Jokka G. Birnudóttir hafa unnið hörðum höndum í allt sumar við skrif á handritinu og er þetta í fyrsta skipti sem þetta verk er sett upp hér á landi.

„Það voru viðbrigði að koma úr skólanum og niður í Hof en æfingar hafa gengið mjög vel. Allir, og ekki bara leikarar heldur allir baksviðs líka, eru að gefa 110%. Ég er bara dolfallin af hæfileikum og mentaði hjá þessum krökkum,“ segir Elísabeth Ása Eggertz formaður nemendafélagsins Þórdunu.

Tröll fjallar um Poppý og Bragga sem ferðast til Böggabæjar til a bjarga vinum sínum úr klóm böggana. Á leið sinni hitta þau alls kyns verur og lenda í ýmsum ævintýrum á leið sinni til og í Böggabæ.

Til baka