Fara í efni

Leikfélag Akureyrar með fjórar Grímu tilnefningar

Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist hlýtur tvær tilnefningar til Grímunnar.
Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist hlýtur tvær tilnefningar til Grímunnar.

Leikfélag Akureyrar hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar 2020 en tilnefningarnar voru tilkynntar í gær. Hjalti Rúnar Jónsson er tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í fjölskylduverkinu Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist í sviðsetningu Leikhópsins Umskiptinga í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist eftir Umskiptinga hlýtur tilnefningu sem barnasýning ársins.

Lee Proud fær tilnefningu í flokknum dans- og sviðshreyfingar fyrir söngleikinn Vorið vaknar í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Rúnar Kristinn Rúnarsson er tilnefndur sem söngvari ársins í söngleiknum Vorið vaknar í sviðsetningu LA og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Menningarfélag Akureyrar óskar öllum sem hlutu tilnefningu innilega til hamingju.

Hér má sjá allar tilnefningarnar

 

 

Til baka