Fara í efni

Leikfélag Akureyrar 100 ára

Í ár fagnar Leikfélag Akureyrar þeim merka áfanga að verða hundrað ára. Af því tilefni verður gefin út saga leiklistar á Akureyri síðustu 25 ár. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur tekur upp þráðinn við ritun sögu félagsins þar sem bókin „ Saga leiklistar á Akureyri“ eftir Harald Sigurðsson lét staðar numið. Sú bók var gefin út í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 1993.

Stjórn Leikfélags Akureyrar vill bjóða öllum þeim sem vilja óska afmælisbarninu heilla að fá nafn sitt á heillaóskarskrá þessa nýja rits. Með því að skrá þig hér þá ertu búin(n) að tryggja þér eintak fyrir aðeins 2500 krónur. Eingöngu er tekið við skráningum í febrúar. Að febrúar liðnum verður hægt að kaupa bókina, en þá fullu verði - sem er 4.000 krónur.

Mikið þætti þessum lífsglaða öldungi vænt um að sem flestir vildu heiðra hann með þessum hætti. 

Með afmæliskveðju og fyrir hönd afmælisbarnsins -

Stjórn Leikfélags Akureyrar

Til baka