Fara í efni

Laust á leiklistarnámskeið fyrir fullorðna

María Pálsdóttir er skólastjóri LLA.
María Pálsdóttir er skólastjóri LLA.

Skráning er í fullum gangi á nýtt leiklistarnámskeið fyrir fullorðna hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar sem hefst á mánudaginn.  Samdægurs fylltist á fyrra námskeiðið.

Dagsetningar:

mánudagur 22. mars 19:30-22
fimmtudagur 25. mars 19:30-22
mánudagur 29. mars 19:30-22
þriðjudagur 6. apríl 19:30 -22
fimmtudagur 8. apríl 19:30-22

Mikið fjör er á námskeiðinu en þetta höfðu þátttakendur um það að segja: 

„Svo skemmtilegt! Mæli með þessu fyrir alla!“

„Ótrúlega gaman og María og Kolla frábærir kennarar!“

„Að fara út fyrir þægindarammann er hollt og gott fyrir sálina.“

„Mæli hiklaust með leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna hjá LLA.“

Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið. María Pálsdóttir leikkona og Kolbrún Lilja Guðnadóttir leiða námskeiðið. Kennt verður í Deiglunni í Listagilinu.

Verð 37.500 

Skráning fer fram á rosenborg.felog.is

Til baka