Landsþing í Hofi

Það er heldur betur líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi þessa dagana en þar stendur nú yfir landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga.

Landsþingið fer fram 26. til 28. september og eru þátttakendur yfir 250 manns, allsstaðar að af landinu.

Samband íslenskra sveitafélaga heldur landsþing fjórða hvert ár, eða það ár sem sveitastjórnarkosningar fara fram, en á þinginu eru jafnan lagðar línur fyrir starfsemi sambandsins á nýju kjörtímabili.