LA 100 ára - sýningaropnun á Amtsbókasafninu

Píla pína  - sýning á leikárinu 2015-2016
Píla pína - sýning á leikárinu 2015-2016

Í ár fagnar Leikfélag Akureyrar 100 ára afmæli sínu. Af því tilefni setur Amtsbókasafnið upp sýninguna  100 ára afmæli LA  sem opnar þriðjudaginn 6. júní  kl. 14  í Amtsbókasafninu.  Sýningin stendur út júnímánuð.

Starfsmenn MAk hafa undanfarna daga aðstoðað Amtbókasafnið við að finna til leikmuni og búninga úr safni Leikfélags Akureyrar fyrir sýninguna.  Okkur hefur tekist í sameiningu að finna til grímur, leikmuni og búninga sem eru fjölbreyttir og forvitnilegir.

Við sýningaropnun mun Berglind Mari Valdimarsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu vera með ávarp og Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri opnar sýninguna.

Við hvetjum alla til að koma við í bókasafninu og skoða sýninguna sem stendur út júnímánuð.