Fara í efni

Kynning og léttar veitingar fyrir tónleikana

Tónlistarmaðurinn og félagsfræðingurinn Kjartan Ólafsson mun halda kynningu á undan tónleikunum Bjarni Frímann stjórnar SOS og þeirri fimmtu sem verða í Menningarhúsinu Hofi þann 29. maí.

Á tónleikunum mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja eitt af vinsælustu verkum Ludwig Van Beethovens í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli tónskáldsins.

Einnig voru tímamót hjá þeim félögunum Jóni Hlöðver Áskelssyni tónskáldi, sem varð 75 ára, og Arngrími Jóhannssyni flugkappa, sem varð áttræður á stórafmælis ári Beethoven. Til hátíðabrigða ætlar SN að frumflytja SOS sinfóníu Jóns fyrir sinfóníuhljómsveit og morssendi. Einleikari á morssendi verður Arngrímur sjálfur.

Á kynningunni, sem fer fram á veitingastaðnum Garún í Hofi og hefst klukkustund fyrir tónleikana, mun Kjartan kynna tónverkin og grípa lauslega niður í ævisögu Beethovens á léttum nótum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Miðasala á tónleikana er hér.

Til baka