Fara í efni

Kvenfólk í Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið frumsýnir verkið Kvenfólk með dúettinum Hundi í óskilum þann 22. nóvember en uppselt er á átta fyrstu sýningarnar. Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar en hún sló í gegn í Samkomuhúsinu í fyrra og var meðal annars tilnefnd til þrennra grímuverðlauna.

Hundur í óskilum, með þeim Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni, er verðlaunaður dúett og leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir sýningarnar Saga þjóðar, sem hlaut Grímuverðlaun 2012, og Öldin okkar sem einnig var sýnd í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu.

Til baka