Fara í efni

Komdu að vinna í Hofi

Menningarfélag Akureyrar leitar að starfsfólki til að taka að sér vaktir í tengslum við viðburði í Hofi og veitingavaktir á kaffihúsinu Barr. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa reynslu af þjónustustörfum og afgreiðslu veitinga. Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri, hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum, sé lausnamiðaður og geti unnið sjálfstætt. Um er að ræða tilfallandi vaktavinnu sem tekur mið af viðburðum hverju sinni.

Umsóknir, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið, ásamt ferilskrá skulu sendar á umsoknir@mak.is fyrir 15. október n.k.

 

Til baka