Fara í efni

Kennsla LLA fer fram í nýju húsnæði DSA

Kennarar LLA afhenda Katrínu Mist plöntuna Auði í tilefni að opnun nýrra og glæsilegra salarkynna DS…
Kennarar LLA afhenda Katrínu Mist plöntuna Auði í tilefni að opnun nýrra og glæsilegra salarkynna DSA. Á myndina vantar Jenný Láru.

Í vetur fer öll kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar fram í nýjum og glæsilegum salarkynnum Danstúdíó Alice, DSA. Í tilefni opnunar nýja húsnæðisins afhenti María Pálsdóttir, skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar Katrínu Mist, eiganda DSA, plöntuna Auði. „Það er mikið fagnaðarefni að fá svona góða aðstöðu fyrir starfsemina,“ segir María. 

Kennarar LLA í vetur verða Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Pétur Guðjónsson, Jenný Lára Arnórsdóttir og Vala Fannell. Skráning á haustönn hefst á næstum dögum og verður auglýst hér á mak.is og á samfélagsmiðlum. 

 

 

Til baka