Kabarett milli jóla og nýjárs

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Vegna góðrar aðsóknar höfum við bætt við sýningum af söngleiknum Kabarett sem sýndur er í Samkomuhúsinu. Sýnt verður út nóvember en einnig á milli jóla og nýjárs. Sýningar halda svo áfram á nýju ári.

Gjafabréf MAk eru tilvalin í jólapakkann auk þess sem leikhúsferð er tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur og vinahópa yfir hátíðarnar. Tryggðu þér miða áður en það selst upp.

Sýningin föstudaginn 16. nóvember hefst klukkan 20:30 í stað 20:00 og munu helgarsýningarnar hefjast á þeim tíma eftir það. Fimmtudagssýningarnar verða áfram klukkan 20:00. Með þessu er verið að koma til móts við óskir viðskiptavina sem vilja kíkja út að borða áður en farið er í leikhús.

Að lokum minnum við á að sýningaskrá Kabaretts er að finna á vefnum okkar en einnig er hægt að fjárfesta í prentuðu eintaki í miðasölunni.