Fara í efni

Jónas Sig ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - FORSÖLUTILBOÐ

Það verður mikið um dýrðir þegar Jónas Sig ásamt hljómsveit gengur til liðs við hina sönnu kvikmyndahljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, í Hofi þann 18 september 2021.

Forsölutilboð á tónleikana gildir til 5. júlí! Tryggðu þér miða strax á mak.is!

Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Þórður Magnússon hefur unnið með Jónasi og hljómsveit hans að sinfónískum útsetningum af vel völdum perlum Jónasar auk nýs efnis og verður afraksturinn hljóðritaður til útgáfu á þessum spennandi tónleikum. Komdu og upplifðu hljómleikaplötu í smíðum í Hofi og láttu ljós þitt skína á milli laga.

 

Jónas Sig: Söngur - gítar

Ómar Guðjónsson - gítar

Guðni Finnsson - bassi

Tómas Jónsson - hljómborð

Arnar Þór Gíslason - trommur

Greta Salóme - fiðla og bakraddir

Eyþór Ingi Gunnlaugsson - gítar og bakraddir

Til baka