Fara í efni

Friðrik Ómar syngur inn jólin

Um helgina er komið að stundinni sem margir hafa beðið eftir þegar Friðrik Ómar tekur á móti einstökum jólastjörnum sem syngja inn jólin í Hofi. 

Tónleikarnir Heima um jólin hafa verið haldnir frá árinu 2015 og hafa vaxið og dafnað og orðið ómissandi hluti af aðventunni hjá mörgum. Í ár eru gestasöngvararnir ekki af verri taginu en með Friðriki Ómari stíga á svið stórsöngvararnir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hera Björk, Jógvan, Kristján Jóhannsson, Margrét Eir, Sigga Beinteins og Diddú. 

Hvorki fleiri né færri en fimm tónleikar verða í Hofi um helgina. Löngu uppselt er á þá alla. 

Til baka