Fara í efni

Jólastemning í Hofi á laugardaginn

Það verður heldur betur hátíðlegt í Hofi á laugardaginn milli klukkan 12-17 þegar Garún Bistró, Kista og Hof taka saman höndum og halda viðburðinn Jóla Pop-Up og Hnallþórur. 
 
Alvöru kökuhlaðborð með hnallþórum, smurbrauðstertum, pönnsum og allskonar kræsingum verður á boðstólnum hjá Garún og Kista verður stútfull af jólakjólum, jólaskarti, jólagjöfum, jólakertastjökum og allskonar fíneríi.
 
Komdu í Hof um helgina og gerðu þér glaðan dag. Við lofum að það verður tekið vel á móti þér!
Til baka