Fara í efni

Jólailmur í Hofi, Bikarmótið í fitness og hátíðarsýning DSA

Helgin verður skemmtileg í Hofi um helgina.

Bikarmótið í fitness hefst á laugardaginn 25. nóvember kl 17 og er miðasala í fullum gangi.

Jólailmur | Hönnunar- og handverkshátíð verður einnig á laugardaginn frá 13-22. Hof er komið í jólabúninginn og fyllist húsið að yfir 25 básum með fallega hönnun og handverk og mati beint frá býli. Hægt verður að fara í jólamyndatöku og svo verður jólaleg dagskrá yfir daginn.
Jazzbandið Elías og Dimitrius spila huggulega jólatóna kl 13:30. Barnaleiksýningin Jólaævintýri á aðventunni frá leikhópnum Hnoðra í Norðri kemur og tekur lagið kl 14:30.
Kl 15:00 verða sungin lög frá jólatónleikunum Jólaljós og lopasokkar og kl 15:30 verður blásarasveit fyrir utan Hof að spila falleg jólalög. Kl 19:30 tekur Ída Irene nokkur vel valin jólalög og Jónas Þór spilar undir og kl 20:00 spila tónlistarmennirnir Jónas Þór og Arnþór falleg jólalög. Hátíðin er samstarfsverkefni á milli Rún viðburða, Kistu í Hofi og Menningarfélags Akureyrar. 

Á sunnudaginn heldur hátíðargleðin áfram þegar DSA listdansskóli Akureyrar heldur hátíðarsýningu sína, Alein heima.  Nemendur DSA flytja söguna “Home Alone” í nýjum búningi þar sem stelpa verður skilin eftir ein heima yfir hátíðina og lendir í allskyns ævintýrum og þarf meðal annars að takast á við innbrotsþjófa. Danssýningin er fyrir alla fjölskylduna til að komast í hátíðarskap. Nemendur eru á aldrinum 2ja ára og eldri og sýna allir hópar á báðum sýningum nema leikskólabörn sem skiptast á sýningum. Á sýningu 1 kl 12 eru börn fædd 2018 og 2019 og á sýningu 2 kl 14 eru börn fædd 2020 og 2021.

Sýning Jonnu, Hlýnun er enn í fullum gangi í Hofi og er opin þegar húsið er opið.

Hlökkum til að sjá ykkur í Hofi um helgina!

Til baka