Fara í efni

JOKER Kvikmyndatónleikar

Miðasala hefst á morgun!
Miðasala hefst á morgun!

Óskars- og BAFTA verðlaunatónlist Hildar Guðnadóttur við kvikmyndina JOKER verður flutt á Íslandi á tónleika-bíósýningu af Kvikmyndahljómsveit Íslands; SinfoniaNord. Stjórnandi verður faðir höfundarins, Guðni Franzson.

Margverðlaunuð kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur verður flutt í Eldborg þann 31. maí og í Hofi 13. júní.

Keyptu miða hér!

JOKER fékk tvenn Óskarsverðlaun og þrenn BAFTA verðlaun á þessu ári.

Þar á meðal hlutu Hildur Guðnadóttir, fyrir bestu kvikmyndatónlistina og Joaquin Phoenix fyrir bestan leik í aðalhlutverki, verðlaun á báðum þessum verðlaunahátíðum. Bæði hrepptu þau einnig Golden Globe og Critics’ Choice verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar.

Tónlist Hildar Guðnadóttur er þungamiðjan í tilfinningaþrunginni vegferð aðalpersónunnar Arthur Fleck í kvikmyndinni JOKER. Frábær blanda af hráum, vélrænum hljóðheimi ásamt áleitnum og undurfögrum strengjatónum, oft einungis selló, skapar undirtón vonar og óbærilegrar spennu. Einstök tónlist Hildar Guðnadóttur öðlast nýtt líf í flutningi SinfoniaNord og framkallar alveg nýja upplifun á JOKER, kvikmynd Todd Phillips og margverðlaunaðri túlkun Joaquin Phoenix í aðalhlutverkinu.

Kvikmyndinni verður varpað á risastórt tjald í Eldborg og Hofi með tali og áhrifahljóðum um leið og stór sinfóníuhljómsveit SinfoniaNord leikur magnþrungna tónlist Hildar.

Velgengni tónskáldsins á undanförnum misserum á sér nær engin fordæmi. Fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl hefur hún hlotið Emmy og Gammy styttur auk fjölda annarra alþjóðlegra verðlauna. Fyrir tónlistina í JOKER bætti hún svo meðal annars við BAFTA verðlaunum og tók nú síðast við sjálfum Óskarnum, fyrst Íslendinga.

 

Hildur Guðnadóttir: „Það er mér mikið ánægjuefni að fá að sjá og heyra JOKER á kvikmyndasýningu með lifandi sinfóníuhljómsveit. Hljómsveitin kom með svo mikla dýpt og næmni í flutningi sínum þegar við hljóðrituðum tónlistina. Við bókstaflega héldum í okkur andanum meðan á upptökum stóð. Þetta var svo fallegt ferðalag og það gleður mig mjög að áhorfendur fái nú að njóta þess á sama hátt.“

 

Leikstjórinn, Todd Phillips: „Ég tala fyrir hönd okkar allra þegir ég lýsi ánægju minni með að JOKER verði synd á kvikmyndatónleikum. Að mínu mati er það frábær leið fyrir áhorfendur til að upplifa áleitna tónlist Hildar Guðnadóttir og verða vitni að för Joaquin Phoenix í heim geðveikinnar í hlutverki Arthurs.“

Til baka