Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Jóns Nordal tónskálds flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Óttusöngva að vori.
Tónskáldið Jón Nordal fæddist þann 6. mars 1926 og því verða 100 ár liðin frá fæðingu hans í mars á næsta ári. Af því tilefni mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands halda tónleika honum til heiðurs í Hofi þann 8. mars næstkomandi. Flutt verða tvær af perlum Jóns, Óttusöngvar að vori fyrir tvo einsöngvara, kór og sinfóníuhljómsveit og Konsert fyrir selló og hljómsveit. Á sömu tónleikum verða frumflutt verk eftir Daníel Þorsteinsson sem útnefndur var bæjarlistamaður á Akureyri árið 2000.
Jón Nordal er eitt merkasta og eftirtektaverðasta tónskáld íslandssögunnar og vakti ungur athygli. Hann var t.a.m. aðeins 19 ára þegar fiðluverkið „Systurnar í Garðshorni“, var flutt á listamannaþinginu 1945.
Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessum tónleikum verður Bjarni Frímann Bjarnason, einsöngvari verður Harpa Ósk Björnsdóttir og einleikari á selló verður Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir. Fram koma kórarnir Hljómeyki og Kór Akureyrarkirkju.