Fara í efni

Hundur í óskilum snýr aftur í Samkomuhúsið í haust! Miðasala er hafin

Verkið Njála á hundavaði verður frumsýnt 22. september 2023. Miðasala er hafin á mak.is
Verkið Njála á hundavaði verður frumsýnt 22. september 2023. Miðasala er hafin á mak.is

Þeir eru komnir aftur! Eftir að hafa farið á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur brakandi skemmtilegum sýningum – Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki – snýr hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum aftur og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu.

Drepfyndin sýning þar sem þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt.

Leikarar: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson

Höfundur: Hjörleifur Hjartarson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Ingi Bekk
Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir og Þórunn María Jónsdóttir.

MIÐASALA Á MAK.IS

Til baka