Fara í efni

Hópafsláttur á Njálu á hundavaði - tilvalið fyrir starfsmannafélög og saumaklúbba

Leikfélag Akureyrar og hljómsveitin Hundur í óskilum bjóða upp á sérstakan hópafslátt á sýninguna Njála á hundavaði.

Sýningin verður frumsýnd 22. september í Samkomuhúsinu. Njála á hundavaði er drepfyndið verk þar sem þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt.

Tilvalið fyrir starfsmannahópinn eða saumaklúbbinn! 

Tryggðu hópnum þínum 15% afslátt af miðunum hér.

Til baka