Fara í efni

Höfundahasar í Hömrum í Hofi

Það verður sannkallaður höfundahasar fimmtudaginn 19. maí þegar barnabókahöfundar lesa upp úr eigin verkum í Hömrum í Hofi. Barnabókahöfundarnir Bjarni Fritzson, Brynhildur Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason mæta með bækurnar sínar. 

Rán Flygering, barnabókahöfundur og myndskreytir snarteiknar á staðnum eins og henni einni er lagið. Áhugasamir geta prófað í lok viðburðar að snarteikna með hjálp Ránar.

Upplestur vinningshafa Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Snjóki M. Gunnarsson í Oddeyrarskóla kemur fram.

Kynnar eru nemendur úr Nausta- og Giljaskóla.

Viðburðurinn hefst klukkan 16.30.

Enginn aðgangseyrir - verið öll hjartanlega velkomin!

Viðburðurinn er á vegum Menningarhússins Hofs í samstarfi við Barnabókmenntasetur Íslands, Nausta- og Giljaskóla.  Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Til baka