Fara í efni

Hof opnar á ný eftir samkomubann

Menningarhúsið Hof hefur opnað á ný. „Við leitum nú leiða til þess að halda viðburði í húsinu, hvort sem um er að ræða tónleika, fundi eða ráðstefnur, í samvinnu við viðburðahaldara og samkvæmt þeim tilmælum sem gefin eru út af hinu opinbera hverju sinni," segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðarstjóri Hofs.


Tónlistarskóli Akueyrar

Tónlistarskólinn sem staðsettur er á þriðju hæð í húsinu hefur hafið sitt starf á ný með fullum krafti.


Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Opið er alla virka daga kl 12-16. Frá og með 15. maí er opið þar frá kl. 8.15 - 16. Upplýsingamiðstöð ferðamanna sinnir innlendum ferðamönnum jafnt við erlenda.


Hönnunarverslunin Kista

Verslunin er opin alla virka daga kl 12-18 og á laugardögum 11-16.

I Kistu er i gangi lagersala þar sem viðskiptavinum hennar gefst kostur á að gera afar góð kaup. Lagersölunni lýkur á laugardaginn með nokkurs konar markaðsstemningu.


Eyrin Restaurant

Er opin alla virka dags frá kl. 12-16 og býður uppá ljúffengan hádegismat á staðnum eða til fara með. Í stað bröns hlaðborðs um helgar býður veitingastaðurinn viðskiptavinum sínum uppá að panta bröns um helgar til að sækja eða fá sent heim. Panta þarf hjá þeim fyrir kl. 18 á föstu- og laugardegi í gegnum netfangið info@eyrinrestaurant.is.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta menningar með ykkur í menningarhúsinu okkar. Hjartanlega velkomin.

Til baka