Fara í efni

Hljómsveitin Þau heldur tónleika í Hofi

Hljómsveitin ÞAU flytur nýja og spennandi tónlist við ljóð norðlenskra skálda fimmtudaginn 26. október í Menningarhúsinu Hofi. 

ÞAU fagna útgáfu annarrar plötu sinnar ÞAU taka Norðurland með glæsilegum tónleikum þar sem þau flytja glæný lög þar sem ljóð skálda frá Norðurlandi lifna við. Orðsnilld Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Huldu, Ólafar frá Hlöðum, Önnu Ágústsdóttur og fleiri skálda öðlast nýtt líf í vönduðum tónlistarflutningi með rokk, popp, jazz og blús ívafi.

Tónleikarnir eru framhald af tónleikaröðinni ÞAU taka Vestfirði sem hlotið hefur frábærar undirtektir síðustu ár.

Hljómsveitina skipa Rakel Björk Björnsdóttir sem hefur getið sér gott orð leik- og söngkona, m.a. í Borgarleikhúsinu þar sem hún lék í sýningunum 9 líf, Matthildur og Room 4.1, og Garðar Borgþórsson gítar- og slagverksleikari sem hefur leikið með hljómsveitum eins og Ourlives og different Turns og jafnframt samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga.

Komdu á tónleika og láttu ÞAU koma þér á óvart!

ÞAU - heimasíða:
https://www.thaucompany.com

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Til baka