Fara í efni

Hlátur og notalegheit í Hofi um helgina

Helgin í Hofi einkennist af notalegheitum og hlátri þegar Ari Eldjárn og söngkonan Bríet stíga á svið Hamraborgar. 

Áramótaskop Ara Eldjárns fer fram á laugardagskvöldið. Ari verður með tvær sýningar sem eru báðar uppseldar. Það verður enginn svikinn af því að kveðja árið með ógleymanlegri uppistandssýningu Ara sem er án efa einn vinsælasti uppistandari þjóðarinnar. 

Á sunnudagskvöldið mun tónlistarkonan Bríet halda hátíðlega og kósí tónleika. Á efnisskránni verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu í rólegum búningi ásamt vel völdum jólalögum. Tilvalið tækifæri til að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jóla og hlusta á ljúfa tóna. Miðasala er í fullum gangi á mak.is

Til baka