Fara í efni

Hlátrasköll glaðbeittra barna í húsakynnum Menningarfélagsins

Stúfur gaf góð ráð hvað gera þarf fyrir jólin við mikinn fögnuð barnanna.
Stúfur gaf góð ráð hvað gera þarf fyrir jólin við mikinn fögnuð barnanna.

Hlátrasköll glaðbeittra barna hljóma um snæviþakin húsakynni Menningarfélagsins þessa fyrstu daga aðventunnar. Leikfélag Akureyrar, Norðurorka og Stúfur buðu snillingum í 3. og 4. bekk í grunnskólum Akureyrar og nágrennis í Samkomuhúsið til að kynnast töfrum leikhússins og Stúfi sjálfum. Jólasveinninn og leikarinn knái lék á alls oddi og kom sjálfum sér og börnunum í jólaskap af sinni alkunnu snilld.

Menningarfélagið ásamt aðstandendum tónleikanna Norðurljósa bauð öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar á lokaæfingu á föstudagsmorgun. Þar söng tónlistarfólkið sín uppáhalds jólalög og börnin tóku hraustlega undir og fengu að lokum að velja og syngja sín uppáhalds jólalög. Það gerðu þau af miklum krafti og skemmtu sér konunglega ásamt kennurum sínum.

Við þökkum öllum þessum hressu skólabörnum fyrir komuna og óskum þeim og ykkur öllum gleðilegrar aðventu. 

Til baka