Fara í efni

Hildigunnur Einarsdóttir á meðal einsöngvara á afmælistónleikum SN

Hildigunnur Einarsdóttir syngur á afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem fram fara í Hofi 29. október. Hildigunnur hefur verið áberandi í kirkjutónlistarsenunni og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir söng ársins í flokknum sígild og samtímatónlist.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 30 ára starfsafmæli sínu með glæsilegum afmælistónleikum og flytur eitt þekktasta tónverk allra tíma, 9. sinfóníu Beethovens. Aðrir einsöngvarar eru Herdís Anna Jónasdóttir, Gunnar Björn Jónsson og Oddur Arnþór Jónsson.
Miðasala og nánari upplýsingar á mak.is.
Til baka