Fara í efni

Hér er rafræn efnisskrá Vortónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Hér er rafræn efnisskrá Vortónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem fram fara í Hofi á sunnudaginn. Einnig verður hægt að nálgast prentaða efnisskrá í Hofi á tónleikunum. 

Við minnum á að tónlistarmaðurinn og félagsfræðingurinn Kjartan Ólafsson mun halda kynningu á tónverkunum á veitingastaðnum Garún í Hofi fyrir tónleikana. Boðið verður upp á léttar veitingar. Kynningin hefst klukkustund fyrir tónleikana. Öll velkomin.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur eitt af vinsælustu verkum Ludwig Van Beethovens, fimmtu sinfóníuna. Einnig verður frumflutningur á SOS sinfóníu Jón Hlöðvers Áskelssonar. Einleikari á morstæki er enginn annar en Arngrímur Jóhannsson flugkappi. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar sveitinni. 

Enn er hægt að kaupa miða á þennan einstaka viðburð. Miðasala er hér.

Til baka