Ella Fitzgerald í 100 ár
			
					15.08.2017			
	
	Síðasti Listasumarsviðburðurinn í ár er tileinkaður Ellu Fitzgerald sem á sérstakan stað í hjörtum margra enda er hún ein ástsælasta söngkona sem uppi hefur verið. Þessi drottning djasstónlistarinnar hefði orðið 100 ára þann 25. apríl síðastliðinn og af því tilefni ætla tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir ásamt Helgu Kvam píanóleikara, Stefáni Ingólfssyni bassaleikara og Rodrigo Lopes slagverksleikara að heiðra minningu þessarar einstöku konu með tali og tónum í Hömrum fimmtudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.00.
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Listasumar og Menningarfélag Akureyrar.
Tryggðu þér miða á mak.is einnig er hægt að nálgast miða í miðasölu tveimur tímum fyrir viðburð.