Fara í efni

Haustönn hefst í dag

Haustönn Leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar hefst í dag! „Við hlökkum mikið til að taka á móti nemendum í nýju fínu salarkynnum DSA á Glerárgötu 28,“ segir María Pálsdóttir skólastjóri LLA. 

Enn eru nokkur laus pláss í yngri hópunum en eldri hópar eru óðum að fyllast. Ekki er þó of seint að skrá sig. Skráningar á fullorðinsnámskeiðin ganga einnig vel. Nóg er laust á byrjendanámskeiðið en plássum á framhaldssnámskeiðið fækkar ört. 

Skráning hér!

 

 

Til baka