Fara í efni

Hátt í 90 börn mættu í prufur

Nú standa yfir söng- og leiklistarprufur fyrir barnahlutverkin fyrir söngleikinn Gallsteinar afa Gissa. Hátt í 90 börn skráðu sig í prufurnar sem fara fram í Hofi þessa dagana en leitað er að hæfileikaríkum krökkum á aldrinum 9-14 ára.

Fjölskyldusöngleikurinn Gallsteinar afa Gissa verður frumsýndur í febrúar en höfundur verksins er Kristín Helga Gunnarsdóttir. Með önnur hlutverk fara Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, jóhann Axel Ingólfsson, Benedikt Karl Gröndal og fleiri. 

Til baka