Fara í efni

Hátíðlegir afmælistónleikar

Mynd: Daníel Starrason
Mynd: Daníel Starrason

Það var mikið um dýrðir á sunnudaginn þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt hátíðartónleika í tilefni 25 ára starfsafmæli síns. Kvikmyndatónlistarverkefnið SinfoniaNord var opnað formlega af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og þá fór vefurinn SinfoniaNord.is í loftið. Forseti Íslands, Guðni Thorlacius Jóhannesson, heimsótti Akureyri í tilefni viðburðarins.

Flutt voru verk eftir Atla Örvarsson kvikmyndatónskáld, Rimsky Korsakov og Antonín Dvořák. Einleikari var Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir en hljómsveitarstjóri var Guðmundur Óli Gunnarsson faðir Mörtu. Uppselt var á viðburðinn.

Um páskana verður næsti stórviðburður hjá sinfóníuhljómsveitinni þegar hin heimsþekkta Anna-Maria Helsing stjórnar sálumessu Mozarts í Hofi á skírdag og í Langholtskirkju á föstudaginn langa.

Til baka