Fara í efni

Hátíðartónleikar, afi Gissi og óperuflækja

Einleikari á afmælistónleikunum er Hrafnhildur Marta.
Einleikari á afmælistónleikunum er Hrafnhildur Marta.

Það verður heldur betur fjör í Hofi um helgina þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 25 ára afmæli sínu með hátíðartónleikum í Hamraborg. Á efnisskrá eru tvö mögnuð meistaraverk, hið dulúðlega stórvirki Scheherazade eftir Rimsky-Korsakov og einn fallegasti sellókonsert sögunnar, sellókonsert nr. 2 eftir Dvorák. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir eitt af höfuðtónskáldum Akureyringa, Atla Örvarsson, en verkið var sérstaklega samið vegna þessara tímamóta. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson en Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir einleikari. Uppselt er á tónleikana en áhugasömum er bent á að daglega fara ósóttar pantanir í sölu.

Söngleikurinn Gallsteinar afa Gissa verður á sínum stað í Samkomuhúsinu um helgina. Nú eru fleiri sýningar komnar í sölu og því um að gera að tryggja sér miða á þessa sprenghlægilegu sýningu.

Um helgina fara fram síðustu sýningar af Útfjöri, sýningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Söngleikurinn er sýndur í Samkomuhúsinu og hefur fengið góðar viðtökur.

Þinn Falstaff, óperuflækja um ástir, örlög og brosnar vonir, fer svo fram á föstudagskvöldið í Hömrum í Hofi. Leikstjóri er Sibylle Köll, tónlistlistarstjóri Hrönn Þráinsdóttir en stjórnandi Garðar Cortes.

Til baka