Hátíðarsýning og hljóðverskynning

Atli Örvarsson, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Eiríkur Björg Björgvinsson.
Atli Örvarsson, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Eiríkur Björg Björgvinsson.

Menningarfélag Akureyrar og Atli Örvarsson buðu til sýningar á íslensku fjölskyldumyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn í Hofi um helgina. Atli samdi tónlist myndarinnar, sem var flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Hofi.

Við sama tilefni var nýtt hljóðver kynnt, en með tilkomu þess er Menningarhúsið Hof orðið kjörinn upptökustaður kvikmyndatónlistar og stefnt er að því að sækja fleiri viðlíka verkefni í framtíðinni.