Fara í efni

Götuleikhús Leikfélags Akureyrar verður á ferðinni í dag

Götuleikhús Leikfélags Akureyrar verður á ferðinni í miðbænum í dag! Vegfarendur geta átt von á ýmsum uppákomum upp úr hálf þrjú en ferðinni verður fyrst heitið niður Listagilið og svo um sjálfan miðbæinn. 
 
Það er Akureyrarbær, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, sem stendur fyrir skapandi götuleikhúsi í sumar þar sem ungmenni taka þátt undir leiðsögn leikstjóra og leikmyndahönnuðar. Krökkunum býðst að starfa að öllum þáttum þess að búa til götuleikhús; allt frá handrits- og hugmyndavinnu til búningahönnunar, tónlistar og leiklistar.
 
Ungmennin og listrænir stjórnendur hlakka til að glæða bæjarlífið með fjölbreyttum uppákomum í sumar. 
 
 
Til baka