Fara í efni

God of War fær tvær Grammy tilnefningar - Tónlistin að stórum hluta tekin upp í Hofi

Tónlistin í SONY tölvuleiknum God of War Ragnarok, sem var að stórum hluta tekin upp í Menningarhúsinu Hofi undir merkjum SinfoniaNord, er tilnefnd til tveggja GRAMMY verðlauna! 

Tónlistin er eftir Bear McCreary sem einnig á heiðurinn af tónlistinni í sjónvarpsþáttarröðinni The Lord of the Ring: The Ring of Powers, The Walking Dead, The Witcher og fleiri og fleiri tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Kórar Schola Cantorum og Hymnodia mættu í Hof undir stjórn kórstjóranna Harðar Áskelssonar og Eyþórs Inga Jónssonar.

Grammy-verðlaunin fara fram í Los Angeles í febrúar 2024. Nú er bara að krossa fingur og vona að verðlaunin falli God of War í skaut.

Til baka